„Menn geta ekki fengið allt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30
Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22
Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12
Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45