Fótbolti

Nantes spilar í argentínsku fánalitunum til heiðurs Sala

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sala lék með Nantes á árunum 2015-19.
Sala lék með Nantes á árunum 2015-19. vísir/getty

Í dag, 21. janúar, er eitt ár síðan argentínski framherjinn Emilano Sala lést er flugvél, sem hann var um borð í, hrapaði á leið frá Nantes til Cardiff. Hann var 28 ára þegar hann féll frá.

Sala var þá nýbúinn að semja við Cardiff City og hafði farið aftur til Nantes til að kveðja gömlu liðsfélaga sína.

Til að minnast hans ætlar Nantes að leika í sérstökum búningi í leiknum gegn Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Búningurinn er í fánalitum Argentínu, hvítur og ljósblár. Nantes kynnti búninginn með myndbandi á Twitter í dag. Meðal þeirra sem koma fram í því er Kylian Mbappé, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins.



Allur ágóði af sölu búninganna rennur til fyrstu tveggja félaganna sem Sala lék með, San Martin de Progreso og Proyecto Crecer í Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×