Innlent

Þurftu túlk vegna þjófa

Samúel Karl Ólason skrifar
Allir voru færðir á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks.
Allir voru færðir á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafð ií gærkvöldi afskipti af sjö erlendum aðilum í verslunarmiðstöð í Breiðholti. Þrír þeirra voru grunaðir um þjófnað og voru stöðvaðir í verslun þar. Samkvæmt dagbók lögreglunnar komu þá hinir fjórir inn í málið.

Allir voru færðir á lögreglustöð þar sem unnið var úr málinu með aðstoð túlks.

Að öðru leiti virðist sem að kvöldið og nóttin hafi verið tíðindalítil hjá lögreglunni. Einn bíll var þó stöðvaður í Garðabæ í gærkvöldi og er ökumaður hans grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.