Fyrsti deildarsigur Spurs á árinu | Öruggt hjá Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Son skorar sigurmark Tottenham.
Son skorar sigurmark Tottenham. vísir/epa

Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á botnliði Norwich City, 2-1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Spurs síðan á öðrum degi jóla.

Dele Alli kom Tottenham yfir á 38. mínútu og heimamenn leiddu í hálfleik, 1-0.

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka jafnaði Teemu Pukki með marki úr vítaspyrnu. Son átti hins vegar síðasta orðið og skoraði sigurmark Tottenham á 79. mínútu.

Eftir tvö töp í röð vann Leicester City öruggan sigur á West Ham, 4-1.

Ayozé Pérez skoraði tvö mörk fyrir Leicester sem er í 3. sæti deildarinnar. Harvey Barnes og Ricardo Pereira skoruðu sitt markið hvor.

Mark Noble skoraði mark Hamranna úr vítaspyrnu. West Ham er í 17. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.