John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 17:35 Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2. John Snorri/Facebook Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans náði í grunnbúðir K2 í dag. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. Í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra kemur fram að hópurinn hafi komist í grunnbúðirnar eftir níu daga á Baltoro-jöklinum. Um 27 stiga frost sé í búðunum og þreyta sé í mannskapnum eftir erfiða daga. Á morgun segir John Snorri að hópurinn hvíli sig fyrir framhaldið en á föstudag standi til að hefja ferðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. Hlutar hópsins skiptist á að gera öruggan slóða upp í efri búðirnar. Erfiðar aðstæður torvelduðu John Snorra og félögum leiðina að grunnbúðunum. Á vefsíðu Apricot Tours í Pakistan kemur fram að sökum aðstæðna hafi leið sem átti að taka sjö klukkustundir undir venjulegum aðstæðum tekið hópinn þrjá daga. Grunnbúðirnar þar sem hópurinn hefst nú við er í tæplega fimm þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Tindur K2, sem er á landamærum Kína og Pakistans, er sá annar hæsti á jörðinni á eftir Everest-fjalli, rúmlega 8.600 metrar að hæð. Enginn hefur náð að klífa tindinn að vetrarlagi. John Snorri komst á tindinn árið 2017 en þá að sumri til. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. 17. desember 2019 15:37 28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16. desember 2019 22:09 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans náði í grunnbúðir K2 í dag. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. Í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra kemur fram að hópurinn hafi komist í grunnbúðirnar eftir níu daga á Baltoro-jöklinum. Um 27 stiga frost sé í búðunum og þreyta sé í mannskapnum eftir erfiða daga. Á morgun segir John Snorri að hópurinn hvíli sig fyrir framhaldið en á föstudag standi til að hefja ferðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. Hlutar hópsins skiptist á að gera öruggan slóða upp í efri búðirnar. Erfiðar aðstæður torvelduðu John Snorra og félögum leiðina að grunnbúðunum. Á vefsíðu Apricot Tours í Pakistan kemur fram að sökum aðstæðna hafi leið sem átti að taka sjö klukkustundir undir venjulegum aðstæðum tekið hópinn þrjá daga. Grunnbúðirnar þar sem hópurinn hefst nú við er í tæplega fimm þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Tindur K2, sem er á landamærum Kína og Pakistans, er sá annar hæsti á jörðinni á eftir Everest-fjalli, rúmlega 8.600 metrar að hæð. Enginn hefur náð að klífa tindinn að vetrarlagi. John Snorri komst á tindinn árið 2017 en þá að sumri til.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. 17. desember 2019 15:37 28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16. desember 2019 22:09 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Áhyggjulaus John Snorri hættur eftir átta ferðir af fjórtán John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ákvað rétt í þessu að láta staðar numið í Esju maraþon göngunni sinni eftir 8 ferðir. Hann hóf gönguna klukkan 18 í gærkvöldi. 17. desember 2019 15:37
28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16. desember 2019 22:09
Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30
Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30