Hyggst ganga á K2 að vetri til Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 28. september 2019 08:30 John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal. John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira