28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 22:09 John Snorri var brattur áður en haldið var af stað. Mynd/Aðsend John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. Ferðin er liður í undirbúningi og hluti af fjáröflun fyrir fyrirhugaða ferð hans á K2, en John Snorri stefnir að því að verða sá fyrsti til að klífa tindinn að vetrarlagi. Strekkingsvindur var við Esjurætur þegar John hélt af stað. Meðal þeirra sem lögðu á fjallið með honum er Dean Carriere sem kleif Manaslu í Nepal með John Snorra í haust en Manaslu er áttundi hæsti tindur heims. Fylgjast má með Esjuferðum Snorra hér.Raunar ætlaði John Snorri að fara í Esjuferðirnar í síðustu viku en frestaði þeim vegna aftakaveðurs sem gekk yfir landið.Samanlögð vegalengd Esjuferðanna erða er aðeins lengri vegalengd en K2 sem er 8.611 metrar á hæð og er næst hæsti tindur heims. John reiknar með því að verða um 28 klukkutíma á ferðinni í fjallinu og ætlar að bjóða vinum og göngufólki að slást í för með sér einn og einn legg. John Snorri mun ganga viðstöðulaust upp og niður fjórtán sinnum þangað til að hann kemur niður í fjórtánda skiptið klukkan 22 annað kvöld. „Af því að ég veit að ég get þetta og ég vill sjá íslenska fánann á toppnum á K2 að vetri til. Fyrsti fáninn í heiminum, að hann sé íslenskur. Það er enginn sem getur tekið það í burtu. Hann verður alltaf fyrsti fáninn til að standa á K2 að vetri til,“ sagði John Snorri aðspurðir á dögunum af hverju hann ætlaði sér að komast upp K2 að vetrarlagi. Leiðangur Johns Snorra hefst núna í janúar og kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 22 til 24 milljónum. Þeir sem vilja leggja John Snorra lið er bent á reikning 549-26-52 kt. 2006735499 Þeir sem hafa hug á að taka einn eða fleiri leggi upp með John eru velkomnir en þurfa þó að hafa í huga að til að halda tíma og ljúka verkefninu á réttum tíma þarf John að fara á sínum hraða sem þó miðast við það að hann þarf að halda út fjórtán ferðir. Hægt verður að mæta honum og taka af stað við Esjuræturnar. Dagskrá æfingarinnar Mánudagskvöldið 16.des 18:00 fyrsta ferð upp að steini 20:00 önnur ferð upp að steini 22:00 þriðja ferð upp að steini 00:00 fjórða ferð upp að steini 02:00 fimmta ferð upp að steini 04:00 sjötta ferð upp að steini 06:00 sjöunda ferð upp að steini 08:00 áttunda ferð upp að steini 10:00 níunda ferð upp að steini 12:00 tíunda ferð upp að Þverfellshorni 14:00 ellefta ferð upp að steini 16:00 tólftu ferð upp að steini 18:00 þrettánda ferð upp að steini 20:00 fjórtánda ferð upp að steini Esjan Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30 Mest lesið „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Innlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Erlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. Ferðin er liður í undirbúningi og hluti af fjáröflun fyrir fyrirhugaða ferð hans á K2, en John Snorri stefnir að því að verða sá fyrsti til að klífa tindinn að vetrarlagi. Strekkingsvindur var við Esjurætur þegar John hélt af stað. Meðal þeirra sem lögðu á fjallið með honum er Dean Carriere sem kleif Manaslu í Nepal með John Snorra í haust en Manaslu er áttundi hæsti tindur heims. Fylgjast má með Esjuferðum Snorra hér.Raunar ætlaði John Snorri að fara í Esjuferðirnar í síðustu viku en frestaði þeim vegna aftakaveðurs sem gekk yfir landið.Samanlögð vegalengd Esjuferðanna erða er aðeins lengri vegalengd en K2 sem er 8.611 metrar á hæð og er næst hæsti tindur heims. John reiknar með því að verða um 28 klukkutíma á ferðinni í fjallinu og ætlar að bjóða vinum og göngufólki að slást í för með sér einn og einn legg. John Snorri mun ganga viðstöðulaust upp og niður fjórtán sinnum þangað til að hann kemur niður í fjórtánda skiptið klukkan 22 annað kvöld. „Af því að ég veit að ég get þetta og ég vill sjá íslenska fánann á toppnum á K2 að vetri til. Fyrsti fáninn í heiminum, að hann sé íslenskur. Það er enginn sem getur tekið það í burtu. Hann verður alltaf fyrsti fáninn til að standa á K2 að vetri til,“ sagði John Snorri aðspurðir á dögunum af hverju hann ætlaði sér að komast upp K2 að vetrarlagi. Leiðangur Johns Snorra hefst núna í janúar og kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir 22 til 24 milljónum. Þeir sem vilja leggja John Snorra lið er bent á reikning 549-26-52 kt. 2006735499 Þeir sem hafa hug á að taka einn eða fleiri leggi upp með John eru velkomnir en þurfa þó að hafa í huga að til að halda tíma og ljúka verkefninu á réttum tíma þarf John að fara á sínum hraða sem þó miðast við það að hann þarf að halda út fjórtán ferðir. Hægt verður að mæta honum og taka af stað við Esjuræturnar. Dagskrá æfingarinnar Mánudagskvöldið 16.des 18:00 fyrsta ferð upp að steini 20:00 önnur ferð upp að steini 22:00 þriðja ferð upp að steini 00:00 fjórða ferð upp að steini 02:00 fimmta ferð upp að steini 04:00 sjötta ferð upp að steini 06:00 sjöunda ferð upp að steini 08:00 áttunda ferð upp að steini 10:00 níunda ferð upp að steini 12:00 tíunda ferð upp að Þverfellshorni 14:00 ellefta ferð upp að steini 16:00 tólftu ferð upp að steini 18:00 þrettánda ferð upp að steini 20:00 fjórtánda ferð upp að steini
Esjan Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30 Mest lesið „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Innlent Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Innlent Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Erlent „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Innlent Kafarar leita að skotvopni í tjörn í Central Park Erlent Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Innlent „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Erlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi „Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ „Við ætlum ekki að skaffa Landspítalanum fleiri verkefni“ Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins Sýrlandsstjórn, vonskuveður og kosningakerfið Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Kosningaloforð, dauð atkvæði, staða VG og ákall heilbrigðisstétta Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Sjá meira
John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20
Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30
Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsi. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári. 9. desember 2019 12:30