Fótbolti

Ronaldo skoraði í fjórða leiknum í röð | Griezmann bjargaði Barcelona gegn Ibiza

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo getur ekki hætt að skora.
Ronaldo getur ekki hætt að skora. vísir/getty

Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum þegar Juventus sigraði Roma, 3-1, í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld.

Ronaldo hefur skorað sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Juventus.

Rodrigo Bentancur og Leonardo Bonucci skoruðu einnig fyrir Juventus í leiknum í kvöld. Mark Roma var sjálfsmark Gianluigis Buffon, markvarðar Juventus.

Barcelona slapp með skrekkinn gegn C-deildarliði Ibiza í spænska konungsbikarnum.

Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Barcelona í naumum 1-2 sigri. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Real Madrid vann C-deildarlið Unionistas, 1-3, á útivelli.

Gareth Bale og Brahim Díaz skoruðu fyrir Madrídinga auk þess sem Gongora, leikmaður Unionistas, gerði sjálfsmark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.