Milan ekki tapað síðan Zlatan kom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ante Rebic skoraði eina mark leiksins.
Ante Rebic skoraði eina mark leiksins. vísir/getty

Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Brescia laut í lægra haldi fyrir AC Milan, 0-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.Króatíski framherjinn Ante Rebic skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu.Þetta var þriðji sigur Milan í röð en liðið er komið upp í 6. sæti deildarinnar með 31 stig.Zlatan Ibrahimovic lék allan leikinn fyrir Milan en liðið er taplaust síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy.Brescia hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum og er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.