Iheanacho tryggði Leicester sigur á Griffin Park | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Iheanacho fagnar marki sínu.
Iheanacho fagnar marki sínu. vísir/getty

Leicester City varð fyrsta úrvalsdeildarliðið til að tryggja sér sæti í 5. umferð ensku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Brentford að velli, 0-1, í dag.Nígeríumaðurinn Kelechi Iheanacho skoraði eina mark leiksins strax á 4. mínútu eftir frábæra sókn gestanna. Markið má sjá hér fyrir neðan.Leikurinn var nokkuð fjörugur og bæði lið fengu fín færi til að skora.Ibrahim Dervisoglu komst næst því að jafna fyrir Brentford er skot hans fór í stöngina á 62. mínútu.Leicester verður í pottinum þegar dregið verður í 5. umferð bikarkeppninnar á mánudaginn. 

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.