Ronaldo skoraði er Juventus tapaði gegn Napoli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty

Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag.

Maurizio Sarri tókst ekki að stýra Juventus til sigurs gegn sýnum fyrrum félögum í Napoli í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Piotr Zielinski heimamönnum yfir þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. Lorenzo Insigne tryggði Napoli svo sigurinn með öðru marki þeirra á 86. mínútu en Ronaldo minnkaði metin í uppbótartímar og þar við sat.

Juventus er áfram á toppi deildarinnar með 51 stig, þremur stigum á undan Inter Milan sem gerði enn og aftur jafntefli fyrr í dag.

Slagnum um Rómarborg lauk með 1-1 jafntefli en erkifjendurnir Roma og Lazio þurftu að sætta sig við stig á lið í leik liðanna í dag.

Edin Dzeko kom heimamönnum í Roma yfir eftir 26. mínútna leik en Francesco Acerbi jafnaði metin átta mínútum síðar og þannig var staðan allt til leiksloka. Lokatölur því 1-1.

Lazio er sem fyrr í 3. sæti með 46 stig á meðan Roma er sæti neðar með 39 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.