Fótbolti

Aðeins einn sigur í síðustu átta deildarleikjum hjá Heimi og Aroni Einari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar og félagar eru í 5. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar.
Aron Einar og félagar eru í 5. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi og lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir toppliði Al-Duhail, 1-3, í katörsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var annað tap Al Arabi í röð en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Ali Almoez kom Al-Duhail yfir strax á 4. mínútu en Hamdi Harbaoui jafnaði fyrir Al Arabi úr vítaspyrnu á 19. mínútu.

Brasilíumaðurinn Edmilson Junior kom Al-Duhail aftur yfir á 33. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Almoez skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Al-Duhail í uppbótartíma.

Strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar eru í 5. sæti katörsku deildarinnar með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×