Fótbolti

Aðeins einn sigur í síðustu átta deildarleikjum hjá Heimi og Aroni Einari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar og félagar eru í 5. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar.
Aron Einar og félagar eru í 5. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi og lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir toppliði Al-Duhail, 1-3, í katörsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var annað tap Al Arabi í röð en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum.

Ali Almoez kom Al-Duhail yfir strax á 4. mínútu en Hamdi Harbaoui jafnaði fyrir Al Arabi úr vítaspyrnu á 19. mínútu.

Brasilíumaðurinn Edmilson Junior kom Al-Duhail aftur yfir á 33. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Almoez skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Al-Duhail í uppbótartíma.

Strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar eru í 5. sæti katörsku deildarinnar með 18 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.