Óttast slys vegna lélegra merkinga á Reykjanesbraut Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 23:15 Dimmt var um að litast á Reykjanesbrautinni þegar Þórólfur átti þar leið um snemmkveldis. Skjáskot/Þórólfur Júlían Dagsson Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar. Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar.
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira