Innlent

Rann­saka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferða­manna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðamenn dást hér að Strokki á hverasvæðinu við Geysi sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Ferðamenn dást hér að Strokki á hverasvæðinu við Geysi sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ferðamennirnir hefðu tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu á Suðurnesjum í vikunni. Þeir sögðu fjármunina hafa verið tekna úr bifreið sinni þar sem hún stóð á bílastæði við Geysi. Ferðamönnunum var þó ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið, sem nú er í rannsókn.

Þá varð þriggja bíla árekstur á Sunnubraut í Keflavík í vikunni. Í tilkynningu lögreglu segir að ökumaður bíls hafi ekið aftan á aðra bifreið sem kastaðist þá á enn aðra bifreið, sem var þar kyrrstæð fyrir framan.

Tveir ökumannanna sem þar áttu í hlut fundu til verkja eftir óhappið og ætluðu sjálfir að leita til læknis. Sama átti við um einn farþega.

Lögregla á Suðurnesjum stöðvaði einnig ökumann í umdæminu í vikunni sem var réttindalaus undir stýri. Um ítrekað brot var að ræða, að því er fram kemur í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.