Fótbolti

Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.

Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. Þetta staðfesti Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, í stuttu samtali við Íslendingavaktina fyrr í dag.

Ólafur segir að enn egi eftir að ganga frá einhverjum smáatriðum í samningnum en viðræður eru enn í fullum gangi. Viðar Örn er samningsbundinn Rostov sem leikur í rússnesku úrvalsdeildinni en framherjinn vill helst komast þaðan sem fyrst og virðist sem Rostov muni ekki standa í vegi fyrir honum.

Malatyaspor situr sem stendur í 9. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 24 stig þegar 18 umferðum er lokið. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.