Fótbolti

Viðar Örn á leið til Tyrklands?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða.Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum.Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi.Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni).Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador.Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.