Viðar Örn á leið til Tyrklands? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2020 18:45 Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands. Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er mögulega á leið í tyrknesku úrvalsdeildina. Mbl.is greindir frá þessu fyrr í kvöld en Ólafur Garðarson, umboðsmaður Viðars Arnar, staðfesti þetta við í samtali við þá fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest hvaða lið er um að ræða. Viðar Örn vill komast í burtu frá Rússlandi þar sem hann hefur átt fremur misheppnaða dvöl hjá bæði Rostov sem og Rubin Kazan. Hann fór á láni til síðarnefnda liðsins eftir að hafa ekki fengið almennileg tækifæri hjá Rostov. Leikstíll Rubin Kazan er einkar varfærinn og mjög varnarsinnaður, það hentar íslenska framherjanum illa en markaskorun hans á atvinnumannaferlinum fram að Rússlands dvölinni hefur verið með hreinum ólíkindum. Hann er því nokkuð eðlilega mjög eftirsóttur en lið frá Danmörku, Englandi, Svíþjóð sem og Tyrklandi hafa sett sig í samband við Rostov. Viðar sjálfur segir að honum langi hvað mest að spila í Tyrklandi enda um sterka deild að ræða á heimsvísu. Þá herma heimildir Vísis að samingurinn þar í landi sé töluvert betri heldur en þeir sem standa til boða í Skandinavíu eða á Englandi. Viðar Örn er uppalinn Selfyssingur en hefur einnig leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Hann hélt það í víking til Vålerenga í Noregi árið 2014. Þaðan lá leiðin til Jiangsu Sainty í Kína, Malmö í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hammarby í Svíþjóð (á láni) og að lokum til Rubin Kazan (á láni). Það er ljóst að Viðar, sem verður þrítugur í mars á þessu ári, stefnir ekki á að koma heim á næstunni en hann hefur verið viðloðinn íslenska landsliðið undanfarin misseri. Alls hefur hann leikið 26 leiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim þrjú mörk. Hann var til að mynda í hópnum sem lagði Kanada og El Salvador í æfingaferð íslenska landsliðsins í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Viðar Örn byrjaði leikinn gegn Kanada og kom inn af bekknum gegn El Salvador. Lauk báðum leikjunum með 1-0 sigri Íslands.
Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira