Young lagði upp í þriðja jafntefli Inter í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Young lagði upp mark Inter fyrir Martínez.
Young lagði upp mark Inter fyrir Martínez. vísir/getty

Inter og Cagliari skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ashley Young var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Inter og hann lagði upp mark liðsins.

Á 29. mínútu átti Young fyrirgjöf á kollinn á Lautaro Martínez sem skallaði í netið.

Þegar tólf mínútur voru til leiksloka jafnaði Radja Nainggolan metin með skoti fyrir utan vítateig sem fór af Alessandro Bastoni, varnarmanni Inter, í stöng og inn.

Í uppbótartíma missti Martínez stjórn á skapi sínu og fékk rauða spjaldið.

Inter er í 2. sæti deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus sem mætir Napoli í kvöld.

Cagliari, sem hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.