Innlent

Bein útsending: Misvægi kynja í stjórnunarstöðum á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands.
Fundurinn verður haldinn í Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir opnum fundi í Hátíðasal HÍ um stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.

Á meðal þess sem velt verður upp er hvað þurfi til að jafna stöðuna, hvort engin smitáhrif sé af lögum sem sett voru á stjórnir fyrirtækja sem eiga að tryggja jafnan hlut karla og kvenna og hvort raunhæft sé að setja kynjakvóta á framkvæmdastjórnir?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands setur fundinn.

Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild kynnir niðurstöður rannsóknar sem ber heitið: Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn eftir konum í æðstu stjórnunarstöður?

Panelumræða:
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA stýrir fundi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.