Eigandi Leeds hraunaði yfir dómarana á Twitter er Leeds fór á toppinn | Rooney opnaði reikninginn fyrir Derby 28. janúar 2020 21:38 Leikmenn Leeds fagna í kvöld. vísir/getty Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1 Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1
Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira