Innlent

Hátt í fjögur hundruð á biðlista eftir hjúkrunarrými

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokksins.
Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm

390 manns voru á biðlista eftir varanlegu hjúkrunarrými miðað við tölur frá 1. nóvember 2019. Þá voru 80 á biðlista eftir varanlegu dvalarrými. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem birtist í dag á vef Alþingis.

Samkvæmt svari ráðherra miðast tölurnar við að skráð hafi verið ósk um heimili og að ekki sé um að ræða flutning á milli heimila. Svarinu fylgir einnig sundurliðun eftir hjúkrunarheimilum og upplýsingar um meðalbiðtíma, flokkað eftir hjúkrunarheimilum. Lengstur er biðtíminn eftir hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík eða 694 dagar. Næstlengsti biðtíminn er við deild sömu stofnunar á Sauðárkróki. Þegar litið er til dvalarrýma er lengstur er meðalbiðtími eftir plássi að Dalbæ á Dalvík eða 644 dagar.

Ítarlega sundurliðun yfir fjölda fólks á biðlistum á hverri stofnun og upplýsingar um meðalbiðtíma í dögum talið má sjá í svari ráðherra hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×