„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Andri Eysteinsson skrifar 14. ágúst 2020 19:56 Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að það sé alveg deginum ljósara, og að stjórnvöld geri sér alveg grein fyrir því, að þetta stöðvar hreinlega allar komur ferðamanna til landsins. Það er í raun og veru svolítið dapurlegt því að við höfum verið að undirbúa haustið og reynt að koma lífi í bransann aftur,“ sagði Kristófer í samtali við Sindra Sindrason, fréttaþul. í kvöld. Kristófer segir að búast megi við því að áhrifin af aðgerðunum munu vara mun lengur en þær standa yfir. „Við erum búin að setja fram söluherferðir, með margra mánaða undirbúningi, sem nú hafa verið blásnar af,“ segir Kristófer og bætir við að næsta „slot“ verði kannski ekki fyrr en eftir áramót. Óvissan sé þá mikil og aðgerðirnar setji strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hann segir að skoða þurfi framlengingar á úrræðum ríkisstjórnarinnar. „Það náttúrulega veit enginn hvernig framtíðin verður en við heyrðum á forsætisráðherra í dag að hún ræddi um að stjórnvöld myndu skoða þær aðgerðir sem hafa verið í gangi og framlengingu á þeim. Það er alveg deginum ljósara að það þarf að skoða framlengingu á úrræðum gagnvart launafólki því að ég veit að bæði mitt fyrirtæki og önnur voru að skoða endurráðningar á fólki frá og með næstu mánaðamótum. Þetta gerir okkur náttúrulega mjög óviss,ׅ“ segir Kristófer. Kristófer er eins og áður segir framkvæmdastjóri Center Hotels og segist hann ganga út frá því að fyrirtæki hans muni lifa aðgerðirnar af. Vonir hafi þó staðið til þess að veturinn yrði þolanlegur. „Við gerðum okkur vonir um að ná þolanlegum vetri til þess að við ættum fyrir launum og slíkum rekstri. Ef landið verður lokað um lengri tíma þá segir það sig sjálft að það koma engar tekjur inn.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira