Erlent

Tsai og Han berjast um forsetastól Taívan

Andri Eysteinsson skrifar
Tsai (t.v.) og Han (t.h.) berjast um forsetastólinn í Taívan.
Tsai (t.v.) og Han (t.h.) berjast um forsetastólinn í Taívan. Getty/Kyodo

Kjörstöðum hefur verið lokað í eyríkinu Taívan en þar fóru í dag fram forsetakosningar. Stefnur tveggja aðalframbjóðandanna í samskiptum við Kína eru gjörólíkar. BBC greinir frá.

Sitjandi forseti, Tsai Ing-wen, sækist eftir endurkjöri en hún hefur verið forseti ríkisins frá 2016. Tsai sem er fyrsti kvenforseti Taívan og annar forsetinn úr röðum DPP vill halda sambandi Kína og Taívan á þann veg sem er í dag. Andstæðingur hennar, Han Kuo-yu, úr hægri flokknum Kuomintang vill hins vegar auka samskiptin við Kína.

Fyrir kjördag sýndu skoðanakannanir forystu Tsai en flokkur hennar DPP er í meirihluta á taívanska þinginu. Stefnur hennar varðandi samband Kína og Taívan eru á öndvegum meiði við stefnu stjórnvalda í Beijing sem sækjast eftir því að Taívan renni á einhverjum tímapunkti inn í kínverska ríkið.

23 milljónir manna búa í Taívan en 19 milljónir voru á kjörskrá í dag. Taívan heldur úti eigin þjóðþingi, ríkisstjórn og herafla en Kína krefst yfirráða yfir ríkinu. Hafna kínversk stjórnvöld því að eiga opinber samskipti við þjóðríki sem viðurkenna sjálfstæði Taívan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.