Innlent

Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. Það staðfesti hún við Vísi nú fyrir skömmu en hún sendi einnig tölvupóst á samstarfsfólk sitt og tilkynnti þeim um ákvörðun sína. Umsóknarfresturinn rann út í gær.

situr Kjartan Þorkelsson í embætti en gustað hefur um embætti ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót.

Sigríður er fyrsta konan sem gegnt hefur embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og tók hún við því árið 2014. Áður var hún lögreglustjóri á Suðurnesjum, frá 2009. Þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri á árunum 2007 til 2008 og sýslumaður á Ísafirði 2002 til 2006.

Ekki hefur verið opinberað hverjir sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra en Sigríður segir að eflaust hafi „margir góðir“ sótt um.

Í bréfi hennar sem vísað er til hér að ofan segir Sigríður meginástæðu þess að hún sótti um vera að hún telji sig hafa víðtæka reynslu og þekkingu af störfum lögreglu á landinu öllu. Hún vilji leggja krafta sína í að efla löggæslu á landinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.