Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 18:30 Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19