Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 18:30 Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. Breytingar í embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið gildi en embættið hafi verið mikið til umfjöllunar frá miðju síðasta ári vegna ýmissa mála. Í lok september lýstu átta af níu lögreglustjórum í landinu yfir vantrausti á Harald Johannessen, sem þá gegndi embættinu. Gustað hefur um embætti Ríkislögreglustóra síðustu mánuði sem endaði þannig að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóri lét af embætti nú um áramót. Nýr ríkislögreglustóri, settur til tveggja mánaða mætti svo til starfa í morgun. Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustóri.Vísir/Baldur Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustóra Það var ansi tómlegt um að listast á skrifstofunni þar sem þáverandi ríkislögreglustjóri hafði aðstöðu. Einungis húsbúnaður og tölva auk kaffibolla og möppu sem kom með Kjartani Þorkelssyni, nýjum ríkislögreglustjóra. Ekkert var þar inni sem minnti á að þar hefði maður setið í embætti í á þriðja áratug. Kjartan segir að sér hafi verið vel tekið af starfsfólki embættisins. „Mitt hlutverk fyrstu tvo mánuðina, sem ég er settur, verður að fara yfir starfsemi embættisins með mínu fólki og skilgreina hver eru verkefnin, þannig að það sé tilbúið fyrir næsta ríkislögreglustóra og dómsmálaráðuneytið,“ segir Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri. Víðir Reynisson, settur yfirlögregluþjónn, Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri og María Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri hafa öll verið sett í embætti til tveggja mánaða.Vísir/Baldur Vararíkislögreglustóri og yfirlögregluþjónn settir samhlið í embætti Samhliða breytingunum hefur Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur, verið sett tímabundið í embætti vararíkislögreglustjóra til 1.mars og Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliða hjá KSÍ og fyrrverandi deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra tekur jafnframt til starfa, sem settur yfirlögregluþjónn, yfir sama tímabil. Hann mun leiða greiningarvinnu á verkefnum embættisins í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. „Ég mun ekki gera neinar grundvallar breytingar heldur sjá bara um daglegan rekstur og í rauninni undirbúa fyrir þann sem tekur við,“ segir Kjartan.Telur þú að það þurfi að gera miklar breytingar á embættinu? „Ég held að menn eigi ekki að dæma um það fyrir fram heldur taka út embættið og taka út verkefnin og skilgreina út frá því,“ segir Kjartan sem er þó þeirrar skoðunar að efla þurfi löggæsluna í landinu. „Ég held það þurfi að efla löggæsluna, ekki bara úti á landi heldur líka hér á höfuðborgarsvæðinu og við sjáum þetta mjög vel hjá okkur, þar hefur verið veruleg aukning og það má þakka fyrir það, en sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þá sjáum við það að það er þörf á styrkingu á þessum innviðum eins og löggæslu og heilsugæslu,“ segir Kjartan.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19