Innlent

Sækja konu í sjálfheldu á Vífilsfelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Konan óskaði eftir aðstoð rétt fyrir klukkan sex. Hún virðist vera ein á ferð, er ágætlega búin og óslösuð.
Konan óskaði eftir aðstoð rétt fyrir klukkan sex. Hún virðist vera ein á ferð, er ágætlega búin og óslösuð. Vísir/Jóhann

Uppfært 19:30 Björgunarfólk hefur náð til konunnar og er að koma henni niður.



Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu vinna nú að því að bjarga konu sem lenti í sjálfheldu á Vífilsfelli. Konan óskaði eftir aðstoð rétt fyrir klukkan sex. Hún virðist vera ein á ferð, er ágætlega búin og óslösuð, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Konan er líklega nálægt toppi fjallsins og treystir sér ekki áfram né afturábak.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir rúmlega 50 manns koma að björguninni og að fyrstu hóparnir séu lagðir af stað upp fjallið, þegar þetta er skrifað klukkan sjö. Telja þeir sig sjá til konunnar.

Björgunarfólkið fer þó hægt upp fjallið þar sem svell og snjór er í hlíðum þess og aðstæður varasamar. Þá þurfa þau einnig að tryggja eigin öryggi og öryggi konunnar fyrir leiðina niður. Til þess er fólkið sem kemur að björguninni að bera línur og önnur tól upp Vífilsfell.

Rúmlega 50 manns koma að björguninni.Vísir/Jóhann
Konan óskaði eftir aðstoð rétt fyrir klukkan sex.Vísir/Jóhann

..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×