Lifði af í óbyggðum Alaska í 23 daga eftir að kofi hans brann Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 21:30 Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni. Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni.
Bandaríkin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira