Handanovic kom Inter til bjargar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Handanovic ver vítaspyrnu Muriels.
Handanovic ver vítaspyrnu Muriels. vísir/getty

Samir Handanovic kom í veg fyrir að Atalanta fengi öll stigin gegn Inter í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1 á San Siro.

Þegar tvær mínútur voru til leiksloka fékk Atalanta vítaspyrnu. Luis Muriel fór á punktinn en Handanovic varði spyrnu hans og tryggði Inter stig.

Lautaro Martínez kom heimamönnum yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Hann fékk þá boltann frá Romelu Lukaku og skoraði af öryggi.

Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka jafnaði Robin Gosens fyrir Atalanta með lúmsku skoti og þar við sat.

Inter er á toppi deildarinnar með 46 stig. Juventus getur náð toppsætinu með hagstæðum úrslitum gegn Roma á morgun.

Atalanta er í 5. sæti með 35 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira