Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 12:30 Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra, Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir. Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir.
Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira