Enski boltinn

Stjóri Úlfanna krefst þess að fá að versla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í leit að liðsstyrk.
Í leit að liðsstyrk. vísir/getty

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir augljóst að félagið þurfi að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar.

Úlfarnir eru í 7.sæti deildarinnar og hafa 19 leikmenn komið við sögu hjá liðinu í þeim 22 leikjum sem liðið hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni. Lykilmenn á borð við Willy Boly og Diogo Jota glíma við meiðsli og í næsta mánuði bætist Evrópudeildin við hjá liðinu.

„Það er augljóst að við verðum að bæta við okkur leikmönnum. Við erum að vinna í þeim málum og vonandi finnum við lausnir,“ segir Santo.

„Við þurfum þess. Við þurfum meira heldur en bara að manna hópinn. Við þurfum leikmenn sem geta fært okkur nýja hluti, einmitt í leikjum eins og þessum,“ sagði Santo eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.