Enski boltinn

Stjóri Úlfanna krefst þess að fá að versla

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í leit að liðsstyrk.
Í leit að liðsstyrk. vísir/getty

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir augljóst að félagið þurfi að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar.Úlfarnir eru í 7.sæti deildarinnar og hafa 19 leikmenn komið við sögu hjá liðinu í þeim 22 leikjum sem liðið hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni. Lykilmenn á borð við Willy Boly og Diogo Jota glíma við meiðsli og í næsta mánuði bætist Evrópudeildin við hjá liðinu.„Það er augljóst að við verðum að bæta við okkur leikmönnum. Við erum að vinna í þeim málum og vonandi finnum við lausnir,“ segir Santo.„Við þurfum þess. Við þurfum meira heldur en bara að manna hópinn. Við þurfum leikmenn sem geta fært okkur nýja hluti, einmitt í leikjum eins og þessum,“ sagði Santo eftir 1-1 jafntefli gegn Newcastle í gær. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.