Juventus á toppinn eftir sigur í höfuðborginni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu gegn Roma.
Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu gegn Roma. Vísir/Getty

Juventus komst á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar með 1-2 sigri á Roma á útivelli í kvöld. Juventus er með tveggja forskot á Inter á toppnum.Gestirnir byrjuðu leikinn miklu betur og á 3. mínútu kom tyrkneski miðvörðurinn Merih Demiral þeim yfir með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu Paolos Dybala.Sjö mínútum síðar kom Cristiano Ronaldo Juventus í 0-2 með marki úr vítaspyrnu. Þetta var fjórtánda mark hans í deildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (20).Roma sótti meira í seinni hálfleik og Edin Dzeko átti skot í stöng á 65. mínútu. Þremur mínútum síðar fengu Rómverjar vítaspyrnu sem Diego Perotti skoraði úr.Gonzalo Higuaín skoraði á 79. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hann fékk svo dauðafæri undir lokin en Pau López varði frá honum.Roma, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, er í 5. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.