Eiginkonan til bjargar eftir að Manchester United gleymdi honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 14:30 Norman Whiteside í leik með Manchester United á Wembley. Getty/Allsport Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti