Skoða festingar gámabílsins eftir alvarlegt slys á Vesturlandsvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 11:25 Vesturlandsvegi var lokað um tíma vegna slyssins á föstudag. Jóhann K. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar. Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort festingar á gámabíl hafi verið nægilega tryggar í alvarlegu umferðarslysi sem varð á Kjalarnesi á föstudag. Ökumaður bíls sem slasaðist illa í árekstrinum telur sig hafa sloppið vel úr slysinu. Slysið varð á Vesturlandsvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag þegar tómur gámur á gámaflutningabíl sem var á norðurleið losnaði af bílnum með þeim afleiðingum að hann fauk á vöruflutningabíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Þá lenti minni bíll líka í slysinu. Ökumenn tveggja síðarnefndu bílanna voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og lágu á gjörgæslu á föstudag. Valgarður Valgarðsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að framhaldsrannsókn á málinu. Lögregla sé með bílana og gáminn til rannsóknar. Á meðal þess sem er skoðað eru festingar á gáminum og hvort þær hafi verið nægilega tryggar. „Eða hvort að veðrið hafi verið það mikið að það hafi feykt honum [gámnum] af,“ segir Valgarður. Þá vinnur lögregla að því að ræða við vitni og fá lýsingar á aðstæðum og veðri. Hægði á sér niður í þrjátíu og mundi svo ekki meir Um líðan hinna slösuðu segir Valgarður að allt horfi til betri vegar í þeim málum. Hann vísar jafnframt til þess að ökumaður annars bílsins, sem hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu, hafi rætt við RÚV strax á laugardag. Hinn ökumaðurinn hafi verið mikið verkjaður en þó minna slasaður. Gunnar Kristinn Valsson, ökumaðurinn sem hlaut höfuðáverka, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að hann teldi sig hafa sloppið vel úr slysinu og að læknar segðu hann munu ná fullum bata. Hann kvaðst ekkert muna nema glefsur úr slysinu og því hafi það verið „létt sjokk“ að sjá myndir af bílnum. „Ég sé þarna einhvern gámabíl og eftir sem ég frétti þá hægði ég á mér niður í svona þrjátíu og þá man ég ekki mikið meir,“ sagði Gunnar.
Reykjavík Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira