Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 10:02 Valur S. Valgeirsson er formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Mynd/Einar Ómarsson Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar. Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar.
Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42