Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 12:46 Ekki er hlýtt milli þeirra Björns Levís og Ásmundar en á fundi aðila í ferðaþjónustu í gær sá Ásmundur sig knúinn til að biðjast afsökunar vegna orða Björns Levís um lobbíisma. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vekur athygli á því á Facebooksíðu sinni að í gær hafi verið haldinn sérstakur fundur rekstraraðila ferðaþjónustunnar á hálendinu svo þingmanna sem ferðaþjónustufólkið bauð til á Skólabrú. Björn Leví greinir frá þessu í pistli undir fyrirsögninni „Lobbíistatilkynning“. En á fundinum var fjallað um stofnun hálendisþjóðgarðs. Á fundinum sló í brýnu milli Björns Levís og Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Í boði voru einhverjar fínar snittur og samtal við einhverja 20 rekstraraðila (lobbíista),“ segir Björn Leví. Björn Leví kvaddi sér hljóðs á fundinum og spurði hvort fólk áttaði sig ekki á því hversu óviðeigandi svona lokaður fundur væri; þarna væri að vera að fjalla um mál þar sem opinberar umsagnir ættu að koma frá þessum aðilum sem hægt væri að ræða í opinberri samfélagsumræðu. Björn Leví segir engar reglur til um það hvernig þingmenn eigi að umgangast lobbíista. Honum leið illa á fundi þrýstihóps úr ferðaþjónustunni, drakk bara vatn en sleppti snittunum.visir/vilhelm. „Það er vægt til orða tekið að fólk tók ekki vel í þá spurningu og einn þingmaður meira að segja afsakaði fyrir framkomu mína. Það var mjög augljóst að nákvæmlega enginn þarna inni skildi hvernig samskipti kjörinna fulltrúa og lobbíista eiga að vera,“ segir Björn Leví. Vildi hafa sagt Ásmundi að þegja Sá þingmaður sem setti ofan í við Björn Leví og bað fundarmenn afsökunar á orðum hans er enginn annar en Ásmundur Friðriksson en þeir Björn hafa eldað grátt silfur meðal annars vegna aksturspeninga Ásmundar sem hafa verið mjög til umfjöllunar. Björn Leví segir í samtali við Vísi að það hafi farið kurr um salinn vegna orða sinna og hann hafi verið sakaður um að tala um fólk en ekki við það. Spurður segist Björn Leví eftir á að hyggja sig ekki hafa brugðist nógu hart við orðum Ásmundar þegar hann bað hópinn afsökunar fyrir hönd þingmannanna: „Ég hefði átt að segja honum að halda kjafti og að hann þyrfti ekki að vera siðferðisvörður fyrir mig. En ég sagði bara: Æi og búhú.“ Drakk bara vatn og leið illa á fundinum Björn Leví segir ekkert að því að fólk hittist en það beri að greina frá slíku. Þannig hafi til dæmis einn á fundinum sagt að ferðaþjónustan „ætti engan þingmann“ en sá er einmitt fyrrverandi þingmaður, Magnús Orri Schram. Björn Leví segir að það séu engar reglur til á Íslandi um samskipti við lobbíista. Ásmundur sagði fundinn hafa verið upplýsandi og þarna hafi komið fram mörg mikilvæg púsl sem vert er að hafa í huga nú þegar frumvarp um miðhálendið sé að koma úr umsagnarferli.visir/vilhelm „Slíkir fundir, þrátt fyrir að það sé greint frá þeim, hafa áhrif á aðkomu kjörinna fulltrúa að málefnum. Nú hafa lobbíistar hitt mig á lokuðum fundi og sagt mér eitthvað sem enginn annar getur skoðað. Það þýðir að allur minn málflutningur í því máli verður að skoðast í því ljósi. Það á ekki að gera lítið úr svona vinnubrögðum, það hefur almennt séð áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.“ Björn Leví segir að með slíku móti sé verið að búa til velvild og það hafi áhrif, almennt séð. „Ég þáði engar veitingar á þessum atburði nema vatn og leið satt best að segja illa á þessum fundi vegna þessara mála. Ég var að gera mig vanhæfari til þess að fjalla um málefni hálendisþjóðgarðs með því að vera á þessum fundi í ásýnd einhvers hluta samfélagsins,“ segir þingmaðurinn. Mikilvægur og upplýsandi fundur Allt annað hljóð er í Ásmundi en Birni þegar Vísir heyrði í honum varðandi fundinni. Hann tekur skýrt fram að hann ætli sér ekki að skattyrðast við Björn Leví og alls ekki með milligöngu blaðamanns en segir þó að annað hvort sé nú þegar fólki er boðið í heimsókn að það sé kaffi á boðstólum. Ásmundur segir þennan fund hafa verið afar góðan og mikilvægan. „Þetta var upplýsandi fundur og mikilvægt nú þegar umsagnarferlinu [um frumvarp um miðhálendisþjóðgarð] er að ljúka að við sáum á tánum um hvaða áhrif þetta hefur og á hverja. Þarna komu fram ný púsl sem fylla í myndina. Við þurfum að hugsa þetta vel, tala saman og reyna að vera vinir en sjá ekki glæpamenn í öllum hornum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir það mikilvægt fyrir þingmenn að kynnast skoðunum fólks. „Þetta er það sem þingmenn eru að gera alla daga; hitta fólk í atvinnulífinu og kippa í vagninn til að létta sporin ef svo ber undir.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vekur athygli á því á Facebooksíðu sinni að í gær hafi verið haldinn sérstakur fundur rekstraraðila ferðaþjónustunnar á hálendinu svo þingmanna sem ferðaþjónustufólkið bauð til á Skólabrú. Björn Leví greinir frá þessu í pistli undir fyrirsögninni „Lobbíistatilkynning“. En á fundinum var fjallað um stofnun hálendisþjóðgarðs. Á fundinum sló í brýnu milli Björns Levís og Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Í boði voru einhverjar fínar snittur og samtal við einhverja 20 rekstraraðila (lobbíista),“ segir Björn Leví. Björn Leví kvaddi sér hljóðs á fundinum og spurði hvort fólk áttaði sig ekki á því hversu óviðeigandi svona lokaður fundur væri; þarna væri að vera að fjalla um mál þar sem opinberar umsagnir ættu að koma frá þessum aðilum sem hægt væri að ræða í opinberri samfélagsumræðu. Björn Leví segir engar reglur til um það hvernig þingmenn eigi að umgangast lobbíista. Honum leið illa á fundi þrýstihóps úr ferðaþjónustunni, drakk bara vatn en sleppti snittunum.visir/vilhelm. „Það er vægt til orða tekið að fólk tók ekki vel í þá spurningu og einn þingmaður meira að segja afsakaði fyrir framkomu mína. Það var mjög augljóst að nákvæmlega enginn þarna inni skildi hvernig samskipti kjörinna fulltrúa og lobbíista eiga að vera,“ segir Björn Leví. Vildi hafa sagt Ásmundi að þegja Sá þingmaður sem setti ofan í við Björn Leví og bað fundarmenn afsökunar á orðum hans er enginn annar en Ásmundur Friðriksson en þeir Björn hafa eldað grátt silfur meðal annars vegna aksturspeninga Ásmundar sem hafa verið mjög til umfjöllunar. Björn Leví segir í samtali við Vísi að það hafi farið kurr um salinn vegna orða sinna og hann hafi verið sakaður um að tala um fólk en ekki við það. Spurður segist Björn Leví eftir á að hyggja sig ekki hafa brugðist nógu hart við orðum Ásmundar þegar hann bað hópinn afsökunar fyrir hönd þingmannanna: „Ég hefði átt að segja honum að halda kjafti og að hann þyrfti ekki að vera siðferðisvörður fyrir mig. En ég sagði bara: Æi og búhú.“ Drakk bara vatn og leið illa á fundinum Björn Leví segir ekkert að því að fólk hittist en það beri að greina frá slíku. Þannig hafi til dæmis einn á fundinum sagt að ferðaþjónustan „ætti engan þingmann“ en sá er einmitt fyrrverandi þingmaður, Magnús Orri Schram. Björn Leví segir að það séu engar reglur til á Íslandi um samskipti við lobbíista. Ásmundur sagði fundinn hafa verið upplýsandi og þarna hafi komið fram mörg mikilvæg púsl sem vert er að hafa í huga nú þegar frumvarp um miðhálendið sé að koma úr umsagnarferli.visir/vilhelm „Slíkir fundir, þrátt fyrir að það sé greint frá þeim, hafa áhrif á aðkomu kjörinna fulltrúa að málefnum. Nú hafa lobbíistar hitt mig á lokuðum fundi og sagt mér eitthvað sem enginn annar getur skoðað. Það þýðir að allur minn málflutningur í því máli verður að skoðast í því ljósi. Það á ekki að gera lítið úr svona vinnubrögðum, það hefur almennt séð áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.“ Björn Leví segir að með slíku móti sé verið að búa til velvild og það hafi áhrif, almennt séð. „Ég þáði engar veitingar á þessum atburði nema vatn og leið satt best að segja illa á þessum fundi vegna þessara mála. Ég var að gera mig vanhæfari til þess að fjalla um málefni hálendisþjóðgarðs með því að vera á þessum fundi í ásýnd einhvers hluta samfélagsins,“ segir þingmaðurinn. Mikilvægur og upplýsandi fundur Allt annað hljóð er í Ásmundi en Birni þegar Vísir heyrði í honum varðandi fundinni. Hann tekur skýrt fram að hann ætli sér ekki að skattyrðast við Björn Leví og alls ekki með milligöngu blaðamanns en segir þó að annað hvort sé nú þegar fólki er boðið í heimsókn að það sé kaffi á boðstólum. Ásmundur segir þennan fund hafa verið afar góðan og mikilvægan. „Þetta var upplýsandi fundur og mikilvægt nú þegar umsagnarferlinu [um frumvarp um miðhálendisþjóðgarð] er að ljúka að við sáum á tánum um hvaða áhrif þetta hefur og á hverja. Þarna komu fram ný púsl sem fylla í myndina. Við þurfum að hugsa þetta vel, tala saman og reyna að vera vinir en sjá ekki glæpamenn í öllum hornum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir það mikilvægt fyrir þingmenn að kynnast skoðunum fólks. „Þetta er það sem þingmenn eru að gera alla daga; hitta fólk í atvinnulífinu og kippa í vagninn til að létta sporin ef svo ber undir.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30
Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15
Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23