Fyrstu léttbátarnir koma í land á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2020 15:28 Fyrstu léttbátarnir komu að landi upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan „Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Höfnin er full eftir flóðbylgjuna þannig að Þór kemst ekki að bryggju þannig að fólk hefur verið sent með léttbátum.“ Þetta segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins í samtali við fréttastofu en um borð í varðskipinu Þór er tíu manna teymi frá Rauða Krossinum. Þór sigldi inn Önundarfjörð um hádegisbil í dag en áhöfnin þurfti að bíða af sér veðrið til að ferja fólk til Flateyrar. Varðskipið hefur gegnt lykilhlutverki í aðgerðum á vettvangi því vegir til og frá Flateyri eru enn ófærir. Þannig reyndist unnt að flytja björgunarsveitir og vistir til Flateyrar á örfáum klukkustundum. Framan af gekk erfiðlega að sigla léttbátunum en síðasta tæpa klukkutímann tók að rofa til. „Fólk er að komast í land. Fyrsti báturinn kom í land fyrir kannski svona korteri þannig að það er bara verið að klára að ferja fólk upp á land og þá hefjumst við handa við að opna fjöldahjálparstöðina og veita sálrænan stuðning,“ segir Brynhildur. Þegar hafa verið opnaðar fjöldahjálparstöðvar á Ísafirði þar sem 45 manns dvelja sem þurftu að rýma húsin sín en einnig á Suðureyri þar sem níu dvelja. Fjöldahjálparstöðvarnar standa íbúum opnar en þar er hægt að fá skjól og sálrænan stuðning.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vaxandi snjóflóðahætta fram að hádegi Sérfræðingum hefur ekki enn gefist færi á að meta nákvæma stærð og umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Vestfjörðum í nótt. 15. janúar 2020 06:23
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02