Enski boltinn

Sjáðu markið hjá Mata og markið sem var dæmt af Úlfunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mata var hetja United gegn Wolves.
Mata var hetja United gegn Wolves. vísir/getty

Manchester United tryggði sér sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar með 1-0 sigri á Wolves á Old Trafford í kvöld.

Juan Mata skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hann slapp þá inn fyrir vörn Wolves og kláraði færið með glæsibrag.

Snemma leiks kom Neto Úlfunum yfir en markið var dæmt af. Við skoðun á myndbandi kom í ljós að Raúl Jiménez hafði handleikið boltann áður en hann barst á Neto.

Markið hjá Mata og markið sem var dæmt af Wolves má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mark Mata gegn Wolves

 

Klippa: Mark dæmt af Wolves

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.