Segja að Liverpool sé tilbúið að gera tuttugu ára Þjóðverja að dýrasta leikmanni félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Kai Havertz í leik með Bayer Leverkusen. Getty/Jörg Schüler Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Liverpool hefur mikinn áhuga á því að kaupa hinn tvítuga Kai Havertz frá Bayer Leverkusen og nýjustu sögusagnirnar eru að það sé eitthvað að fara að gerast í þeim málum á næstunni. Spænska blaðið Mundo Deportivo hefur heimildir fyrir því að Liverpool sé tilbúið að bjóða 107 milljónir punda í hinn stórefnilega Kai Havertz. Hann yrði þó ekki leikmaður Liverpool fyrr en í sumar. Transfer news LIVE: Liverpool 'lead race' for Bayer Leverkuson star Kai Havertzhttps://t.co/qRcFw4t6ihpic.twitter.com/OKVzdJTDhe— Daily Record Sport (@Record_Sport) January 16, 2020 Kai Havertz er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað á miðjunni en einnig út á hægri kanti. Hans besta staða er samt talin vera í holunni. Havertz hefur fengið mikið hrós fyrir leikskilning sem og góð hlaup inn á vítateig ala Frank Lampard. Hann er að skora flest mörkin sín eftir slík hlaup. Kai Havertz hefur talað um það sjálfur að hann vilji komast til stærra félags og það er nánast öruggt að hann fari frá Bayer Leverkusen í sumar. Samningur hans við Bayer Leverkusen rennur þó ekki út fyrr en í júnílok 2022. Kai Havertz hefur þegar spilað 126 leiki fyrir aðallið Bayer Leverkusen en hann lék sinn fyrsta leik árið 2016. Hann hefur einnig spilað sjö landsleiki fyrir Þjóðverjar. Manchester United, Barcelona og Bayern München hafa einnig mikinn áhuga á stráknum en samkvæmt frétt Mundo Deportivo þá hefur Liverpool tekið forystuna í kapphlaupinu. Jürgen Klopp er að leita að nýjum manni fyrir Adam Lallana en samningur Lallana rennur út í sumar. Stuðningsmenn Liverpool vonast þó örugglega til þess að Kai Havertz sé nú mun betri en Adam Lallana. Report: Liverpool set to offer club record £107m for 20-year-old prodigy #lfc#ynwa#liverpoolhttps://t.co/Erun8NCjdm— Rousing The Kop (@RousingTheKop) January 16, 2020 Verði af slíkum kaupum þá verður Kai Havertz dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Metið á Virgil van Dijk sem Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir í ársbyrjun 2018. Kai Havertz er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 14 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í vetur en hann hefur þó ekki komið að marki síðan í lok september. Á tímabilinu í fyrra var Kai Havertz með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 34 deildarleikjum með Bayer Leverkusen og 3 mörk o 3 stoðsendingar í 6 leikjum í Evrópudeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira