Fótbolti

Birkir verður samherji Balotelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir hefur leikið 84 landsleiki og skorað 13 mörk.
Birkir hefur leikið 84 landsleiki og skorað 13 mörk. vísir/getty

Birkir Bjarnason skrifar undir samning við ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia á morgun samkvæmt heimildum blaðamannsins Gianluca Di Marzio.


Birkir gengst undir læknisskoðun hjá Brescia á morgun og skrifar að henni lokinni undir sex mánaða samning við félagið.

Hjá Brescia mun Birkir m.a. leika með Mario Balotelli sem gekk í raðir liðsins fyrir tímabilið.

Annað ítalskt úrvalsdeildarlið, Genoa, vildi fá Birki en ekkert varð af félagaskiptunum.

Birkir lék síðast með Al Arabi í Katar þar sem hann fyllti skarð Arons Einars Gunnarssonar meðan landsliðsfyrirliðinn var meiddur.

Birkir, sem er 31 árs, lék á Ítalíu á árunum 2012-2015, með Pescara og Sampdoria.

Brescia er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig, einu stigi frá öruggu sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.