Fótbolti

Birkir verður samherji Balotelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir hefur leikið 84 landsleiki og skorað 13 mörk.
Birkir hefur leikið 84 landsleiki og skorað 13 mörk. vísir/getty

Birkir Bjarnason skrifar undir samning við ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia á morgun samkvæmt heimildum blaðamannsins Gianluca Di Marzio.Birkir gengst undir læknisskoðun hjá Brescia á morgun og skrifar að henni lokinni undir sex mánaða samning við félagið.

Hjá Brescia mun Birkir m.a. leika með Mario Balotelli sem gekk í raðir liðsins fyrir tímabilið.

Annað ítalskt úrvalsdeildarlið, Genoa, vildi fá Birki en ekkert varð af félagaskiptunum.

Birkir lék síðast með Al Arabi í Katar þar sem hann fyllti skarð Arons Einars Gunnarssonar meðan landsliðsfyrirliðinn var meiddur.

Birkir, sem er 31 árs, lék á Ítalíu á árunum 2012-2015, með Pescara og Sampdoria.

Brescia er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.