Innlent

Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bátarnir mara hálfir í kafi.
Bátarnir mara hálfir í kafi. Mynd/Önundur Pálsson

Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina.

Meirihluti smábátaflotans varð fyrir flóðina og líkt og sjá má á meðfylgjandi drónamyndbandi sem Önundur Pálsson tók í dag mara bátarnir hálfir í kafi. Þá má enn sjá leifarnar af snjóflóðinu í höfninni.

Líkt og komið hefur fram telur Veðurstofan að snjóflóðin tvö séu með alla stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðargarða í heiminum öllum.

Flóðið sem fór í höfnina féll úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri og er talið að það hafi farið á allt að 200 kílómetra hraða á klukkustund niður hlíðina.

Sá hraði er meiri en gert ráð fyrir við hönnun varnargarðana sem verja byggðina fyrir snjóflóðum.


Tengdar fréttir

Missti með­vitund í snjónum og man eftir sér á sjúkra­börunum

Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, fjórtán ára stúlka sem bjargað var úr snjóflóði sem féll á Flateyri á þriðjudagskvöld, segist hafa verið að kveðja vinkonu sína í netspjalli og fara að halla sér þegar hún heyrði drunur. Þremur sekúndum síðar var hún föst í snjó.

„Hraðfara massi sem kemur í einu höggi“

Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna hjá Veðurstofu Íslands, lýsir snjóflóðinu sem kom úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri á þriðjudagskvöld eins og teppi niður hlíðina sem var allt á mjög mikilli ferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.