Lionel Messi tryggði Börsungum sigur í fyrsta leik Quique Setién

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Setién byrjar feril sinn hjá Barcelona á sigri.
Setién byrjar feril sinn hjá Barcelona á sigri. vísir/getty

Quique Setién getur þakkað Lionel Messi fyrir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari Barcelona. Messi skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins gegn Granada á Camp Nou.

Það var vitað fyrir fram að Barcelona yrði mikið með knöttinn í kvöld enda er það venjan þegar Barcelona er á heimavelli. Þá var Setíen ráðinn því hann er mikill aðdáandi tiki-taka fótboltans sem Pep Guardiola gerði frægan fyrir hartnær áratug.Eftir að hafa verið með knöttinn 82% í fyrri hálfleik þá hafði Börsungum samt ekki tekist að brjóta ísinn og staðan markalaus í hálfleik. Ekki voru gestirnir líklegri til að halda boltanum sín á milli þegar German Sanchez fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 69. mínútu leiksins.Það var svo sjö mínútum síðar sem heimamönnum tókst loks að brjóta ísinn en Arturo Vidal átti þá snyrtilega hælsendingu á áðurnefndan Lionel Messi sem skoraði með hægri fæti, hans 433. deildarmark á ferlinum. Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur leiksins.Barcelona hoppar þar með aftur upp á topp deildarinnar þar sem liðið er með betri markatölu en Real Madrid. Bæði lið eru með 43 stig þegar 20 umferðum er lokið.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.