Snjórinn fór í gegnum allt húsið og reif með sér alla milliveggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 17:00 Karl Hjálmarsson við húsið við Ólafstún 14 sem fór illa í snjóflóði á þriðjudagskvöld. vísir/egill Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Karl Hjálmarsson, eigandi hússins við Ólafstún 14 á Flateyri sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu í bænum á þriðjudagskvöld, segir að það hafi ekki verið góð tilfinning að fá fregnir af því að snjóflóð hafi fallið á húsið. „Af því að maður vissi ekkert og maður byrjaði að leita sér frétta og fyrstu fréttir bentu til þess að það væri frekar bara vægt. Svo kom nú reyndar allt annað á daginn og þetta var náttúrulega miklu, miklu kraftmeira en fólk hélt í byrjun,“ sagði Karl í samtali við Jóhann K. Jóhannsson, fréttamann, á Flateyri í dag. Karl kom til Flateyrar í gær til þess að taka út aðstæður. „Þetta lítur ekki vel út en eins og ég segi, það er náttúrulega bara guðs mildi og lífsins lán að hér varð ekki manntjón því hér hefur snjórinn farið í gegnum allt húsið og rifið með sér alla milliveggi og krafturinn þvílíkur að það er eiginlega bara kraftverk að fólkið í húsinu hafi bjargast,“ sagði Karl. Þessi mynd var tekin inni í húsinu í dag.vísir/egill Alma Sóley Ericsdóttir Wolf, 14 ára gömul, býr í húsinu ásamt móður sinni, systkinum og tveimur kisum. Hún grófst undir flóðinu en var bjargað eftir um 35 mínútur í snjónum og slapp með skrámur. Móðir hennar hefur líka lýst því sem kraftaverki að ekki hafi farið verr. Aðspurður um framhaldið og hvort hann ætli að byggja húsið aftur upp sagði Karl það kannski ekki alveg í hans höndum. „Hér koma alls konar aðilar að og þetta verður bara skoðað í framhaldi. Mér þykir náttúrulega mjög vænt um þetta hús og myndi vilja eiga þetta hús áfram. Ég keypti það til þess að eiga það og njóta góðra stunda. Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós,“ sagði Karl. Viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 „Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15 Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“ "Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni. 17. janúar 2020 15:15
Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. 17. janúar 2020 12:48