Innlent

Flugumferðarstjórar og SA undirrituðu kjarasamning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Samtök atvinnulífsins sömdu fyrir hönd Isavia.
Samtök atvinnulífsins sömdu fyrir hönd Isavia. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra, FÍF, og Samtaka atvinnulífsins, SA, vegna Isavia undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag, að því er fram kemur á vef embættisins.

Máli FÍF og SA var vísað til ríkissáttasemjara þann 13. apríl 2019. Samningurinn gildir til 31. desember 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram á næstu dögum.

Greint var frá því í vikunni að félagsmenn í FÍF hefðu samþykkt verkfallsaðgerðir á fundi síðastliðinn sunnudag. Samningar félagsins hafa verið lausir síðan í lok árs 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×