Innlent

Flugumferðarstjórar og SA undirrituðu kjarasamning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Samtök atvinnulífsins sömdu fyrir hönd Isavia.
Samtök atvinnulífsins sömdu fyrir hönd Isavia. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra, FÍF, og Samtaka atvinnulífsins, SA, vegna Isavia undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag, að því er fram kemur á vef embættisins.

Máli FÍF og SA var vísað til ríkissáttasemjara þann 13. apríl 2019. Samningurinn gildir til 31. desember 2020. Atkvæðagreiðsla um samninginn mun fara fram á næstu dögum.

Greint var frá því í vikunni að félagsmenn í FÍF hefðu samþykkt verkfallsaðgerðir á fundi síðastliðinn sunnudag. Samningar félagsins hafa verið lausir síðan í lok árs 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.