Innlent

Þingnefnd ræðir gögn um hæfi Kristjáns Þórs á mánudaginn

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm

Sjávarútvegsráðuneytið hefur skilað svörum til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna Samherjamálsins.

Upplýsingabeiðni nefndarinnar var í þremur liðum og var send ráðuneytinu um miðjan desember. Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, segir í samtali við fréttastofu að sér hafi borist svör ráðuneytisins, sem hafði frest þangað til í gær til að skila gögnunum. Líneik segir að svörin verði kynnt á nefndarfundi á mánudag, þar sem næstu skref verði ákveðin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.