Erlent

Gera óspart grín að herbúningi geimhersins: „Hafa þeir aldrei séð geiminn áður?“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þetta finnst netverjum fyndið.
Þetta finnst netverjum fyndið. Mynd/Bandaríski geimherinn

Yfirmenn bandaríska geimhersins hafa staðið í ströngu við að verja litavalið á einkennisbúningi nýjustu herdeildar Bandaríkjahers. Netverjar hafa gert miskunnarlist grín að litavalinu.

Búningarnir eru í raun ekki mjög frábrugnir öðrum herbúningum. Eru þeir í hefðbundnum felulitum og bera þeir merki geimhersins, sem stofnaður var fyrir skömmu síðan.

Netverjar hafa hins vegar keppst við að benda á það að felulitirnir, jarðarlitir á borð við brúnan og grænan, muni varla þjóna tilgangi út í hinum kolsvarta geimi.

„Hafa þeir aldrei séð geiminn áður,“ spyr einn Twitter-notandi en BBC hefur tekið saman viðbrögð netverja vegna málsins.

Annar benti á muninn á felulitunum sem valdir voru og hinum ríkjandi lit í geimnum, sem er auðvitað kolsvartur. Felulitaðir búningar eiga að þjóna þeim tilgangi að auðvelda þeim sem klæðast þeim að falla betur að umhverfinu.

Geimherinn hefur bent á að verið sé að endurnýta búninga annarra deilda bandaríska hersins til þess að spara peninga. Þá muni búningarnir nýtast vel þegar geimhermenn séu að störfum ásamt öðrum hermönnum á jörðu niðri.

Þessar skýringar gerðu lítið til að draga úr gríninu en nokkur dæmi má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.