Innlent

Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá.
Þessi mynd var tekin í síðustu viku og sýnir aðstæður eins og þær voru þá. Mynd/Lögreglan á Suðurlandi.

Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu.

Í vikunni fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um að klakastífla væri í farvegi Hvítár fram af landi Vaðness. Stíflan var sögð loka ós Höskuldslækjar og lagðist vatn úr honum að sumarhúsabyggð á bökkum árinnar norðan megin.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í kvöld hafi Veðurstofan merkt breytingar á vatnsstöðu í Hvítá við Brúnastaði og gerði hún Almannavörnum viðvart.

Fóru lögreglumenn í eftirlitsferð í Vaðnes og sú skoðun leiddi í ljós að vatnsborðið hefur lækkað töluvert við sumarbústaðina þar.

Aðstæður við ána verða þó ekki skoðaðar frekar fyrr en í björtu á morgun en þessi þróun bendir til þess að eitthvað hafi hreyfst við ísstíflunni í ánni, að því er segir í tilkynningu lögreglu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.