Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 16:47 Meirihlutinn í borginni bætir við sig fylgi ef marka má nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið. Foto: Vilhelm Gunnarsson „Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“ Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
„Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira