Fylgisaukning þrátt fyrir „harðan og ósanngjarnan áróður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 16:47 Meirihlutinn í borginni bætir við sig fylgi ef marka má nýja könnun sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið. Foto: Vilhelm Gunnarsson „Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“ Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Vinstri græn eru auðvitað mjög þakklát fyrir þennan stuðning í könnun en þetta er auðvitað bara könnun og væri gott ef fylgið skilaði sér síðan í kosningum. Það hefur auðvitað verið rekinn harður og ósanngjarn áróður gegn okkur í meirihlutanum af minnihlutanum og þessum hægri fjölmiðlum, sem ég vil kalla svo. En við sjáum á þessari könnun að borgarbúar taka ekkert mark af þeim áróðri heldur standa með þeirri stefnu sem við höfum markað og meira til.“ Þetta sagði Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn innt eftir viðbrögðum við mikilli fylgisaukningu Vinstri grænna í borginni. Ný könnun, sem Zenter vann fyrir Fréttablaðið, sýnir að Vinstri græn meira en tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 4,6% fylgi en í könnuninni mælist VG með 11,4 prósent fylgi. Hér er hægt að lesa nánar um fylgi flokkanna í borginni. „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þetta sé hvatning til þess að vinna vel fyrir borgarbúa og ég held að borgarbúar sjái að við látum verkin tala. Við erum ekki bara frasar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera og ég held að þessi könnun sýni að borgarbúar eru sáttir við það.“ Aðspurð hvort hún væri sátt með samstarfið í núverandi meirihluta sagði Líf. „Já, veistu það, ég held að við höfum náð að sameina mjög breiða línu. Það er auðvitað flókið að vera í margra flokka samstarfi en ég held líka að það skili sér í meiri fjölbreytni og meiri sátt um það sem er gert vegna þess að samtalið er auðvitað mjög mikilvægt og gott að hlusta á alls konar sjónarmið og ég held að þessi meirihluti nái að dekka það allt.“ Samkvæmt könnuninni bæta Píratar líka mikið við sig og tvöfalda fylgi sitt. Þeir mælast með tæp sextán prósent. „Borgarbúar virðast ánægðir við okkar nálgun þar sem við veitum virkt aðhald og vinnum að réttlæti fyrir almenning með heiðarleika í fyrirrúmi. Einnig með að við séum til í gera það sem raunverulega þarf til að takast á við loftslagsvandann,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni í samtali við fréttastofu. Hún kvaðst aðspurð vera sátt í meirihlutasamstarfinu. „Ég tel okkur vera að skila góðum árangri fyrir borgarbúa með því að setja mikinn kraft í þau málefni sem sameina okkur. Við höfum sameinandi sýn um græna framtíð mannréttinda og félagslegs réttlætis og það skilar sér.“
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira