Erlent

Simpansar og górillur drápust í eldsvoða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Apahúsið stendur stóð í ljósum ogum í nótt.
Apahúsið stendur stóð í ljósum ogum í nótt. Vísir/AP

Eldsvoði á nýársnótt varð yfir 30 dýrum í Krefeld-dýragarðinum í Þýskalandi að bana á nýársnótt. Lögreglan telur að flugeldar gætu hafa valdið eldinum.

Á meðal dýranna sem drápust voru górillur, órangútan-apar, leðurblökur og fuglar. Vitni segjast hafa séð litlar pappírsluktir, sem skotið hafði verið upp í tilefni af áramótunum, svífa til jarðar yfir og við dýragarðinn.

Forsvarsmenn dýragarðsins segja að sérstakt apahús hafi brunnið  til kaldra kola og tvær górillur, fimm órangútan-apar, simpansi og fjöldi annarra minni apa hafi orðið eldinum að bráð. Þá drápust einnig leðurblökur og fuglar.

Slökkviliðsmönnum tókst aðeins að bjarga tveimur simpönsum úr húsinu. Þeir brenndust lítillega en eru þó í stöðugu ástandi.

Það er ekkert minna en kraftaverk að Bally, 40 ára kvenkyns simpansi, og Limbo, yngri karlsimpansi, hafi lifað þessa vítisloga af,“ hefur AP-fréttastofan eftir Wolfgang Dressen dýragarðsstjóra.

Notkun brennandi pappírslukta sem skotið er upp í loftið er bönnuð með lögum í Krefeld og lestum öðrum hlutum Þýskalands. Lögreglan hefur hvatt þá sem vitneskju hafa um málið til að stíga fram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.