Martraðamánuðir Jürgen Klopp eru framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool til sigurs í 12 af 29 deildarleikjum í janúar og febrúar. Getty/John Powell Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Sjá meira