Fótbolti

Fyrrum leikmaður Everton tekur við Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Li Tie.
Li Tie.

Kínverjar voru að ráða nýjan landsliðsþjálfara í knattspyrnu í stað Marcello Lippi sem var að hætta með liðið í annað sinn.

Í stað þess að ráða enn eitt stóra, erlenda nafnið litu Kínverjar inn á við að þessu sinni og réðu Li Tie sem var stjarna í kínverska boltanum lengi vel.

Li lék 92 landsleiki fyrir Kínverja og var í liðinu á HM 2002. Hann lék 40 leiki fyrir Everton árið 2002 og var svo sendur til Sheff. Utd. Þar náði hann aðeins einum leik áður en hann hélt aftur heim.

Þjálfarinn hefur verið að þjálfa í heimalandinu frá 2011 og náð góðum árangri. Hann var einnig aðstoðarmaður Lippi hjá landsliðinu og þekkir því vel til starfsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×